Bryggjuhátíðin 2008

.....milli hverfa á Stokkseyri

Ágætu Stokkseyringar !

Bryggjuhátíðin verður eins og fram hefur komið helgina 11. – 13 . júlí

Ungmennafélagið hefur ákveðið að vera með Bryggjuhátíðarfótbolta á milli hverfa  klukkan 13:00 á laugardeginum.  Skipting liða verður sem sagt eftir hverfum :Liðin eru  : Uppúr – Vesturúr – Austurúr - Miðbærinn og Sveitin.  Uppúr er Tjarnarstígur, Stjörnusteinar að pípuhliði ( sem er ekki lengur pípuhlið) og Heiðarbrún.  Vesturúr er  Eyrarbraut og Eyjasel og Ranakot .  Miðbær er Hafnargata, Hásteinsvegur 1,3 og 5 ,Strandgata,Sandgerði,Dvergasteinar,Blómsturvellir ,Sólvellir.  Austurúr er Hásteinsvegur 7 og yfir , Ólafsvellir, Íragerði og Vatnsdalur.  Sveitin er allir bæir í því sem hét Stokkseyrarahreppur fyrir sameiningu sem ekki er getið um áður .

                                                                                             Reglur:

1. Bannað er að keppa í takkaskóm. 2. Keppt er í 7 manna liðum og má hafa 5 varamenn. 3. Hver leikur verður 10 mínútur 4. Almennar reglur um fótbolta þó er ekki  dæmd rangstaða.  5. Keppendur verða sannalega að vera búsettir í sínu Hverfi.

Veitt verða verðlaun fyrir :

1.       Sigur .

2.       Flottustu búningana .

3.       Mest áberandi klappliðið .

Þeir sem áhuga hafa á að vera með eru beðnir um að snúa sér til liðstjóra sem eru :

Miðbærinn:Rúnar Birgisson sími 662-3654

Vesturúr: Atli Már Jónsson sími 868-3717

Uppúr – Örvar Hugason sími 696-4281

Sveitin – Sarah Seeliger á Seli sími 691-3564

Austurúr – Valdimar Gylfason sími 868-0092

 

Eftir fótboltann verður svo farsímakast og í verðlaun verður farsími frá NOVA að andvirðir 24.000 krónur ásamt inneign.Skráning verður á staðnum.

Síðast en ekki síst verður keppt í 60 metra spretthlaupi og er skráning í hlaupið einnig á staðnum.

 

 

 

 

 

Með von um góðar viðtökur

Ungmennafélag Stokkseyrar

Atburðir

« January 2019
SunMánÞriMiðFimFösLau
12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031