100 ára

Laugardaginn 15. mars varð ungmennafélagið 100 ára og af því tilefni var öllum boðið til morgunverðar í Íþróttahúsinu á Stokkseyri og komu rúmlega 100 manns á öllum aldri og þáðu hafragraut og lýsi , brauð og korn ,safa , mjólk og annað sem við hæfi er í veislum sem þessum. Aðalstyrktaraðilar okkar að þessu sinni voru Egill Skallagrímsson og Norðlenska en einnig fengum við styrki frá Bónus, Nóatúni,Guðnabakaríi og Mjólkurbúinu á Selfossi

Bragi Bjarnason Íþrótta og tómstundafulltrúi hjá Sveitafélaginu Árborg kom og færði félaginu blóm og 50.000 krónur að gjöf frá Sveitafélaginu .

Einnig kom Bolli Gunnarsson frá Héraðsambandinu Skarphéðni og færði okkur gestabók með merki Ungmennafélagsins þrykkt í kápu bókarinnar og Stórann bikar sem hann sagði að væri hugsaður sem farandbikar í einhverri íþróttagrein sem gaman væri að keppa í . Ungmennafélagið þakkar þeim fyrir gjafirnar og öllum þeim sem komu í veisluna þakkar Ungmennafélagið innilega fyrir komuna .

 

 

 

 

 

Atburðir

« December 2018
SunMánÞriMiðFimFösLau
1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031