Spakmæli

Spakmæli.

 

Betra er að ganga fram af fólki en björgum.
Betra er að ráða menn með réttu ráði en ráðamenn.
Léttara er að sóla sig en skó.
Betri er einn fugl í sósu en tveir í frysti.
Blankur er snauður maður.
Lengi lifa gamlar hræður.
Betra er langlífi en harðlífi.
Sá hlær oft sem víða hlær.
Margur sefur yfir sig sem vaknar ekki á réttum tíma.
Rangt er alltaf rangt, það er rétt.
Margur hefur farið flatt á hálum ís
Sjaldan er góður matur of oft tugginn.
Heima er best í hófi.
Betri eru læti en ranglæti
Oft er virtur maður ekki virtur viðlits
Betra er að standa á eigin fótum en annarra
Oft er grafinn maður dáinn.
Oft veldur lítill stóll þungum rassi.
Oft er bankalán ólán í láni.
Oft eru læknar með lífið í lúkunum.
Frestaðu því ekki til morguns sem þú getur frestað lengur.
Oft er dvergurinn í lægð.
Einsdæmi er að dæmigerðar dæmisögur séu dæmdar dæmalausar.
Sjaldan fellur gengið langt frá krónunni.
Illu er best ólokið.
Fátt smátt gerir lítið eitt eða ekki neitt.
Ekki dugar að drepast.

Atburðir

« December 2018
SunMánÞriMiðFimFösLau
1
2345678
9101112131415
16171819202122
23242526272829
3031