Mánudagur 23.desember 1918

Mánudagur 23.desember 1918

1.       2. Liður

Formaður skýrði frá tilgangi fundarins, að hann væri aðeins til að koma endir á brotamál 6 félaga i fyrsta sinn og 3ja í annað sinn , og var gjörðardómur tilbúinn.  En er formaður var að byrja að lesa upp gjörðardóminn , kom Sigurður Ingimundarson er rekinn var úr félaginu , inn á fund.   Formaður skýrði Sigurði frá að hann væri ekki skoðaður meðlimur félagsins,  og hefði þess vegna ekki heimild til að sitja á fundi.   En Sigurður taldi reksturinn ólögmætran og lét persónulegar skammir dynja á formanni , svo og félaginu .    Formaður bauð Sigurði að láta leggja málið í gjörð , um að hvort að nokkuð hefðu verið brotin lög á honum en því neitaði hann og lét enþá dynja skammir á formanni og félaginu sem voru langt fyrir neðan allt velsæmi, og ekki kom þessu máli við .   Þessu til andsvara voru helst formaður og Sigurður Sigurðarson, er töldu ræðumanni vera það vitanlegt að hann væri brotlegur.   Eftir nokkurn tíma var svo gjörðardómur lesinn upp.   Úrsögn kom frá Runólfi Runólfssyni , Sigurði Magnússyni og Jóni Magnússyni.

 

Meðlimir á fundi 26

Formaður Þórður Jónsson

Fundi slitið

 Sigurður Gíslason