Sunnudagur 15.desember 1918

Sunnudagur 15.desember 1918

2 .iður

Lesinn upp gerðardómur í brotamáli átta félagsmanna .

3. liður

 Inntökubeiðni  kom frá Margréti Runólfsdóttur.  Eftir venjulegum fundarsköpum skipaði formaður prófnefnd og var tillaga hennar að innsækjandi væri tekin í fjelagið.

 

7. liður

Tekið var fyrir að tala um hina fyrirhuguðu hlutaveltu félagsins.  Vildu ýmsir að hún yrði haldin á annan í jólum , en sumir voru á móti því og töldu það helgispjöll, komu ýmsar tillögur þessu viðvíkjandi.   Eftir langar umræður komu menn sér saman um að nefndin ætti á ráða hvenær hlutaveltan yrði haldin.