Körfubolti

 

Hvenær varð íþróttin körfubolti til?

 

Körfubolti var fundinn upp árið 1891 af kanadíska kennaranum James Naismith sem bjó og starfaði í Bandaríkjunum. Naismith kom fram með hugmyndina að körfubolta í kjölfar þess að yfirmaður íþróttadeildar skólans sem hann starfaði við auglýsti eftir íþrótt sem þjálfa mætti að vetrarlagi, í stað ýmist leiðinlegra eða hættulegra íþrótta sem fyrir voru.


Upphaflegi leikurinn gerði ráð fyrir 9 manns í liði, enda kenndi Naismith 18 manna bekkjum.

Leikurinn varð fljótt vinsæll í Bandaríkjunum og árið 1896 var fyrsti háskólaleikurinn haldinn í Iowa háskóla. Árið 1936 er körfubolti orðinn ólympíuíþrótt og vakti þá heimsathygli. Heimsmeistaratitill er fyrst veittur körlum árið 1950 og konum 1953.

Heimild: Vísindavefur Háskóla Íslands

 

Atburðir

« January 2019
SunMánÞriMiðFimFösLau
12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031