23,mars 1918

23.maí 1918

Liður 2

Form. óskaði eftir að yrði ákveðið á þessum fundi hvort garður félagsins yrði nokkuð ræktaður. Hann áleit ef ekkert væri hugsað um að sá í garðinn eða neitt þá væri best að selja girðinguna sem er í kringum garðinn , og hann kvaðst einnig vera búinn að fá tilboð í hana . Um þetta töluðu ýmsir bæði með og á móti . Var svo gengið til atkvæða um hvort ætti að selja girðinguna sem er í kringum garðinn, eða að hann væri starfræktur á einhvern hátt. Var fellt að selja garðinn með jöfnum atkvæðum. Var svo kosin nefnd til að sjá um að eitthvað yrði gert í garðinum á þessu vori, Í hana voru kosnir : Vilhjálmur Árnaason , Guðm. Jónsson, Sig. Sigurðsson.