17.febrúar 1918

17.febrúar 1918

5. liður

Form skýrði frá að í desember s.l. hefði verið ákveðið að gjöra að umræðuefni síðar , en hann nú tók á dagskrá , hvort bæri að óska Bretum og þeirra bandamönnum eða Þjóðverjum og þeirra bandamönnum sigurs í núverandi heimsstyrjöld. Um það urðu fjörugar og snarpar umræður er stóðu yfir í nálæft 3 kl.tíma og voru þá umræður ekki lengur leyfðar , þótt margir væru búnir að biðja um orðið . En meðal síðstu voru umræður takmarkaðar þannig að enginn fékk að tala lengur en í 3 mínútur .