4. nóvember 1917

4. nóvember 1917

Liður 14

Ingim.Bernharðsson kom með fyrirspurn hvort að tóbaksbindindisflokkurinn sem stofnaður var í fyrravetur væri enn á lífi Sigurgr.Jónsson svaraði á þá leið að flokkurinn myndi hafa leystst í sundur þegar Guðb. Grímsson drukknaði .Ennfremur tóku til máls Sig.Sigurðsson og formaður Kjartan Ólafsson kom með tillögu að fela Sigurgr.Jónssyni á hendur að grennslast eftir hvort nokkurt líf væri í flokknum og einnig hvað miklar eignir hann ætti og var hún samþ. með öllum atkvæðum.