12. nóvember 1916

Sunnudagur 12. Nóvember 1916 klukkan fjögur og hálft.

4. grein. Þórður Jónsson talaði um að Ungmennafél. reyndi til að hjálpa ekkhvað upp á félagssystur okkar sem lægi fyrir dauðanum í Móakoti og væri það helst með því að hjálpa til að vaka yfir henni . Töldu félagmenn það sjálfsagt eptir því sem hægt væri.