16.des.1915

Svona er elsta fundargerð Ungmennafélagsins sem til er .

Fundur U.M.F. Stokkseyrar 16. Desember 1915

Í fundarbyrjun voru sungin nokkur ættjarðar og framsóknarkvæði.

1.Lesnar fundargjörðir frá 2 síðustu fundum og samþykkt án breytinga.

2. Form. Skýrði frá hvaða ástæða væri til þess að fundir væru svo sjaldan um nokkurt skeið.

3. Vilhjálmur Árnason kom með tillögu að kosið væri í afmælisnefnd félagsins á þessum fundi. Tillagan samþykkt.

Kosið í fimm manna nefnd og hlutu þessir kosningu. Af fundinum Sigurjón Snjólfsson, Ingim. Bernharðsson,af stjórninni Guðmunda Bjarnadóttir,Sigurgrímur Jónsson, af nefndinni Viktoría Ketilsdóttir.

4. Sigurjón Snjólfsson svaraði spurningunni : Hvers vegna taka svo fáir til máls á fundum félagsins?

5. Þegnskyldumálið var tekið til umræðu á fundinum, fyrstur talaði Ingim. Bernharðsson. Auk framsögumanns töluðu Sig. Þorkelsson kennari, formaður og Sigurjón Snjólfsson.

Engin atkvæðagreiðsla fór fram um málið að þessu sinni.

Önnur mál ekki rædd.

Meðlimir á fundinum 25

Fundi slitið

Ásgeir Eiríksson