Skýrsla stjórnar 2007

Skýrsla stjórnar Ungmennafélags Stokkseyrar

fyrir árið 2007

 

Í stjórn eru Ingibjörg Ársælsdóttir formaður, Helga Björg Magnúsdóttir gjaldkeri ,Vernharður Reynir Sigurðsson ritari  ,Gylfi Pétursson og Ingibjörg Birgisdóttir meðstjórnendur.

Aðalfundur var haldinn 22. nóvember . Við erum með samning við Sveitafélagið Árborg  um rekstur Íþróttahúsins á Stokkseyri  og hefur verið þó nokkur útleiga í húsinu ,einnig kom Barnaskólinn  aftur inn í húsið með leikfimikennslu en í þó nokkur á hafa þau verið keyrð á Eyrarbakk a í íþróttakennslu.

Einnig sjáum við um hjólabrettaaðstöðuna og fótboltavöllinn .

Fótbolti er æfður í 7. 6 .og 5. Flokki  þrisvar í viku og eru æfingar bæði á Stokkeyri og á Eyrarbakka Farið var á HSK mótin sem i boði voru og þó nokkrir æfingaleikir voru á árinu við nágrannabyggðirnar og þrisvar var farið með flokkana til Hrunamanna  og aðalviðburður sumarsinns var Olísmótið á Selfossi . þjálfari er Rúnar Birgisson.

Strandahlaupið var á sínum stað í maí og alltaf er þátttakan að aukast  hefur reyndar aukist með hverju árinu síðustu fjögur ár og er það mjög skemmtilegt  því þetta er fjölskylduhlaup og hefur þátttaka foreldra aldrei verið betri en árið 2007.

Körfuboltaæfingar hófust í haust og óhætt að segja að undirtektir séu góðar við gátum einungis  tekið 7 – 10 bekk á æfingar því húsið var fullsetið í haust  og enginn tími laus fyrir yngri flokkana.

Þjálfari er Bjarki Gylfason

Ungmennafélagið sá um kvennahlaupið í ár og var þátttaka þokkaleg.

Afródans var kenndur ,en við fengum  Kramhúsið  til að koma til okkar og sjá um að menn og konur dönsuðu með réttum takti .

Fimleikar byrjuðu líka hjá okkur í haust  og er æft þrisvar í viku bæði í eldri og yngri flokk .Fimleikaárið endaði svo á  glæsilegri jólasýningu  og óhætt að segja að foreldrar og aðrir gestir hafi ekki orðið fyrir vonbrigðum.  Þjálfari er Tinna Kristinnsdóttir.

Lifandi hús hefur nú í haust verið með Jumpfitt og Boortamp  klukkan 6 á morgnana alla virka daga .

Uppskeruhátíðin var haldin í október og voru veittar viðukenningar fyrir bestan árangur í fótbolta ,besta tímann í Strandarhlaupiniu fyrir alla aldurshópa í karla og kvennaflokki og endaði hátíðin á að allir fengu pizzu

Sundnámskeið var í vor í sundlauginni okkar fyrir krakka á

aldrinum 4 – 12 ára og var þáttaka nokkuð góð kennari var Magnús Tryggvason

Eins og undanfarin ár sáum við um að kveikt væri á jólatrénu við Skólavistina og vísuðum jólasveinunum rétta leið að trénu jólasveinarnir komu svo með pakkana í húsin á aðfangadag.

Á þorláksmessu var svo mikið um dýrðir  eins og undanfarin ár því þá var okkar árlega skötuveisla og komu um 200 manns til að gæða sér að þessari frábæru afurð hafsinns.

   Fyrir hönd stjórnar

Ingibjörg Ársælsdóttir    formaður

Atburðir

« January 2019
SunMánÞriMiðFimFösLau
12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031