Fréttabréf

Ungmennafélagsfréttir
 

Nú er haustið gengið í garð og kominn tími til að íþróttast svolítið. Ungmennafélagið ætlar að bjóða upp á ýmsar íþróttir og er hver að verða síðastur að ná sér í tíma í íþróttahúsinu fyrir veturinn.

Við ætlum að bjóða upp á fimleika , fótbolta, jumpFit , íþróttaskóla barnanna, krakkasipp og körfubolta.

&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&

Fimleikar

Vegna mikils fjölda í yngri hópnum hefur verið ákveðið að skipta hópnum þannig

Fyrir 1.-3. bekk á þriðjudögum kl.17-18 og föstudögum 16:30 -17:30.

Fyrir 4. -6. bekkur þriðjudaga kl.18 -19 og föstudaga 17:30 – 18:30

Fyrir 7. bekk og eldri þriðjudaga k 19 - 21, Fimmtudaga 17 -18 og föstudaga 18:30 – 19:30

þjálfari verður Tinna Kristinsdóttir

Skráning í síma 846-3349

Greitt er fyrir æfingarnar mánaðarlega og kostar 1.600 kr. á mánuði fyrir 1.- 6. bekk og 4.000 kr. á mánuði fyrir 7. bekk og eldri.

&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&

Fótbolti

Fótbolti er á Stokkseyrarvelli fyrir 1-7 bekk mánud. og miðvikud. kl 18 -19 og á Eyrarbakkavelli fimmtud. kl 18 -19

þjálfari verður Rúnar Birgisson.

&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&

Íþróttaskóli barnanna

Íþróttaskólinn er fyrir börn 3-6 ára á laugardögum kl 9 – 10 og byrjar 8. september í Íþróttahúsinu á Stokkseyri .

Kennari verður Tinna Kristinsdóttir.

Greitt er fyrir æfingarnar mánaðarlega og kostar 2.000 kr. á mánuði.

&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&

Körfubolti

Körfubolti verður á mán ,miðvikud og fimmtud. Í íþróttahúsinu á Stokkseyri kl. 19:30 – 21

Þjálfari verður Bjarki Gylfason.

Greitt er fyrir æfingarnar mánaðarlega og kostar 3.600 kr. mánuðurinn.

&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&

JumpFit

JumpFit er ný íþrótt sem er að tröllríða heimsbyggðinni og við verðum með í því.

Jump fit er æfingakerfi með sippuböndum.

Aðaláherslan er samhæfing , taktur og snerpa. Sippað er eftir taktfastri tómlist og með fjölbreyttu æfingar og sporakerfi svo ákefðin verði meiri. JumpFit er fyrir konur og karla á öllum aldri og mjög gott kerfi til að komast í gott form fljótt og örugglega. Lifandi hús ætlar að bjóða upp á tíma kl. 6 á morgnana og einnig tíma síðdegis. Krakkarnir í 6 – 10 bekk fá líka tíma kl. 15 á þriðjudögum, miðvikudögum og föstudögum .

Þjálfari verður Eydís Hrönn Tómasdóttir. Skráning og nánari upplýsingar eru hjá Eydísi í síma 867-0671.

JumpFit verður í Íþróttahúsinu á Stokkseyri og hefst mánudaginn 3. september.

&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&&

Þannig má segja að nóg sé um að vera hjá Ungmennafélaginu núna í vetur.

Svo stendur til að endurnýja fótboltabúningana og kaupa körfuboltabúninga þannig að við auglýsum eftir styrktaraðillum sem vilja auglýsa á búningunum.

Með kveðju frá Ungmennafélagi Stokkseyrar.

Atburðir

« January 2019
SunMánÞriMiðFimFösLau
12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031