Uppskeruhátíðin

Nú er komið að Uppskeruhátið Ungmennafélagsins .
Hátíðin verður í íþróttahúsinu á Stokkseyri miðvikudaginn 19.september og hefst klukkan 18:00 Veittar verða viðurkenningar fyrir Strandahlaupið sem fram fór í maí og einnig mun Rúnar Birgis fótboltaþjálfari afhenda viðurkenningar fyrir fótboltasumarið.

Bestu kveðjur
Ungmennafélag Stokkseyrar

Fréttabréf

Ungmennafélagsfréttir
 

Nú er haustið gengið í garð og kominn tími til að íþróttast svolítið. Ungmennafélagið ætlar að bjóða upp á ýmsar íþróttir og er hver að verða síðastur að ná sér í tíma í íþróttahúsinu fyrir veturinn.

Við ætlum að bjóða upp á fimleika , fótbolta, jumpFit , íþróttaskóla barnanna, krakkasipp og körfubolta.

Fimleikar fyrir fullorðna

Fjör í fimleikum

Fjör í fimleikum Núna eru fimleikarnir byrjaðir af fullum krafti og eru þeir mjög vel sóttir. Æfingarnar eru sem hér segir:

Yngri hópur: Þriðjudagar kl. 19:00-20:00 og Föstudagar kl. 16:00 - 17:00

Eldri hópur: Þriðjudagar kl. 20:00-21:00, Föstudagar kl. 17:00 - 18:00 og Laugardagar kl. 11:00 - 12:00

Íþróttaskólinn fyrir yngstu börnin: Laugardagar kl. 10:00-11:00

Fimleikar

Ungmennafélagið hefur fengið til liðs við sig frábæran og velmenntaðan fimleikakennara með 6 ára reynslu og ætlum við að byrja vorið á fimleikaþjálfun.

Kennt verður þrisvar í viku þriðjudaga, föstudaga og laugardaga.

Kennari verður Tinna Björg Kristinsdóttir. Skráning í síma 899-1594 ( Imba)

Íþróttaskóli barnanna

Ungmennafélagið ætlar að bjóða aftur upp á íþróttaskóla fyrir börn á aldrinum 2-6 ára . Kennt verður á laugardögum klukkan 10-11 og byrjum við laugardaginn 21.apríl og verðum til loka maí, alls verða sjö skipti og kosta þau 2000 kr fyrir barnið.

Kennari verður Tinna Björg Kristinsdóttir.  Skráning í síma 899-1594 ( Imba).

Strandahlaup

Nú er að koma maí og þá, eins og svo mörg undanfarin ár, hlaupum við Strandarhlaup.

Æfingar

Við minnum á fótbolta- og körfuboltaæfingarnar í Íþróttahúsi Stokkseyrar og á Eyrarbakka.

Atburðir

« January 2019
SunMánÞriMiðFimFösLau
12345
6789101112
13141516171819
20212223242526
2728293031